Stærri pantanir

ÞARFTU 100 EÐA 1000 BLÖÐRUR?

Sé verið að plana stærri viðburði má gjarnan hafa samband beint við okkur. Við veitum faglega ráðgjöf og getum sett saman tilboð fyrir árhátíðir, stórafmæli og hvaðeina sem gæti verið á óskalistanum hjá þér. 

Sendið fyrirspurnir á pipparvk@gmail.com eða hringið í síma 863 9422.

 

VIÐBURÐAHÖNNUN / STÍLISERINGAR

Við erum með frábæra og reynda stílista á okkar snærum og tökum að okkur að skreyta og stílisera veislur. 

Elva Hrund Ágústsdóttir er lærður innanhúshönnuður og hefur starfað sem innanhúsráðgjafi og stílisti bæði í Danmörku og á Íslandi. Elva starfaði hvað lengst sem blaðamaður og stílisti á tímaritinu Hús & Híbýli og sér nú um útstillingar út um allan bæ, þar á meðal uppstillingar fyrir Pippu. Sjáið verk eftir Elvu hér.

Erna Hreinsdóttir er annar eigandi og stofnandi Pippu. Áður en Pippa leit dagsins ljós starfaði Erna sem ritstjóri tímaritsins Nýtt Líf um árabil. Erna er lærður Grafískur hönnuður og hefur lengi tekið að sér stíliseringar bæði fyrir tískutímarit og auglýsingar. Nú starfar hún alfarið sem alhliða stílisti og framkvæmdastjóri Pippu.

Sendið fyrirspurnir um tilboð á stílistaþjónustu á pipparvk@gmail.com eða hringið í síma 863 9422.