Að panta skúlptúr

Hvernig?

Til að fá tilboð í uppsetningu á blöðruskúlptúr í veisluna þína þurfum við eftirfarandi upplýsingar til að geta metið umfang verkefnisins:   

 1. Hvar og hvenær er veislan haldin? (Dags. og tímasetning)
 2. Hvenær fæst salur afhentur til skreytingar
 3. Uppstilling salarins, þ.e. fjöldi borða í sal
 4. Hvaða stærð af skúlptúr er óskað eftir
 5. Litaþema
 6. Er óskað eftir viðbót á blöðruskúlptúrinn*

 

VERÐVIÐMIÐ Á BLÖÐRUSKREYTINGUM

Innifalið í verðum er efni og uppsetning. 

Blöðruhjarta: Hjartað okkar er fallegt bakvið brúðhjón eða við inngang í fallegar veislur. Innifalið í verði er einnig leiga á standi.

Verð frá 35.000 kr. 

Miðlungs blöðruskúlptúr: Skúlptúrar og blöðrubogar fyrir smærri veislur í heimahúsum, á vinnustöðum eða á bar eða veitingahúsi.

Verð frá 30.000 kr.

Stór blöðruskúlptúr: Fyrir árshátíðir, brúðkaup eða önnur tækifæri þar sem umfangið ætti að vera mikið og stófenglegt. Þessir skúlptúrar eru oft í kringum sviðí lofti eða við inngang á veislusvæði.

Verð frá 65.000 kr.

 

Heimsend blöðrulengja:  býður Pippa upp á lausn fyrir minni tilefni og krúttlegar veislur. Við skutlum tilbúinni blöðrulengju heim til þín og þú sérð um að hengja lengjuna upp þar sem þú vilt hafa hana.

 • Búið er að blása blöðrulengjuna upp  það eina sem þú þarft að gera er að velja liti!
 • Blöðrulengjan endist í allt að 2-3 vikur og því hentugt að fá afhent degi fyrir viðburð!
 • Einungis heimsent á höfuborgarsvæðinu (að Kjalarnesi undanskildu). Viðskiptavinum utan höfuðborgarsvæðisins er ráðlagt að hafa samband á netfangið pipparvk@gmail.com eða á Facebook síðunni okkar.
 • Spottar eru á sitthvorum endanum svo auðvelt er að strengja blöðrurnar á milli tveggja króka.
 • Mjög gott er að hugsa fyrir fram hvernig og hvar á að hengja upp  við veitum líka ráðleggingar!
 • Blöðrulengjan er um 1,5 - 2 m. í óskalitunum þínum. 

Verð 12.500 kr.

 

*Viðbætur: Hægt er að panta aukahluti á blöðruskúlptúrinn þinn til að fá meira „VÁ!“ í veisluna. Við bjóðum t.a.m. upp á glanskögur, pappírskraut og lifandi blóm í skúlptúrinn og hefur það ætíð slegið rækilega í gegn.

Fyrir viðbætur bætast auka 7.500 kr. á skúlptúrverð (allar stærðir/gerðir). Sé óskað eftir blómum innvafið í blöðruskreytingarnar fer það verð eftir magni, blómategund og uppgefnu verði frá blómaheildsölu sem við eigum í samstarfi við. Sannkallaður lúxus skúlptúr.

Niðurtekt á skúlptúrum er ekki innifalinn í verði (nema á blöðruhjarta), sé óskað eftir frágangi á skúlptúr eftir viðburð kostar það 8.500 kr. aukalega.

Uppsetning á stærri skúlptúrum tekur nokkrar klukkustundir og eru þá 2-4 starfsmenn við uppsetningu á stærri viðburðum. Eins er kílómetragjald reiknað inn í verkefnið ef viðburðurinn er fyrir utan höfuðborgarsvæðið, (100 kr. per km.)

Pippa áskilur sér rétt til þess að innheimta staðfestingargjald fyrir stærri viðburði.  Staðfestingargjald er greitt fyrir fram og nemur 20% af kostnaði verksins. Staðfestingargjaldið er óendurkræft frá staðfestingu bókunar. Fullnaðargreiðsla vegna verks fer fram að viðburði loknum. 

Þau ykkar sem haldið veisluna í Hlégarði (Mosfellsbæ) eða í Sjálandi-Mathús (Garðabæ) fá 20% afslátt af keyptum skreytingum og skreytingarþjónustu. Framvísa þarf staðfestingu frá veislusal.