Þegar líður að brúðkaupi - Gátlisti

Þeir eru margir sem munu ganga upp að altarinu í ár og hafa flestir þeirra heppnu eflaust nú þegar hafist handa við að undirbúa brúðkaup ársins. Þá er ekki seinna að vænna en að gera gátlista yfir það sem gera skal fyrir stóra daginn. Við höfum því tekið saman nokkra punkta sem gætu gagnast þeim sem eru í brúðkaupserindum þessa stundina.

8-12 MÁNUÐIR TIL STEFNU

 • Ákveða hvernig draumabrúðkaupið á að vera og huga að fjárhagsáætlun.
 • Stofna Pinterest-möppur fyrir hugmyndir og veita þeim sem munu hjálpa þér aðgang.
 • Festa dagsetningu.
 • Panta vígslustað og veislusal.
 • Ákveða fjölda gesta og gera drög að gestalista.

6-8 MÁNUÐIR Í BRÚÐKAUP

 • Finna kjól eða annað sem þú óskar þér að giftast í, á einnig við um brúðguma.
 • Velja tónlist og bóka plötusnúð eða tónlistarfólk.
 • Finna og velja ljósmyndara.
 • Panta veisluþjónusu og velja vínbyrgja.
 • Athuga með veislustjóra og staðfesta þá.

4-6 MÁNUÐIR Í DAGINN

 • Huga að brúðarvendi, blómum og skreytingum.
 • Ef á að fara í brúðkaupsferð er ráð að bóka hana núna. Munið að nefna að um brúðkaupsferð sé að ræða því allskonar fríðindi fylgja því.
 • Athuga hvort vegabréf þurfi endurnýjun.
 • Taka ákvörðun hvað brúðkaupsnóttinni verður varið og bóka hana.
 • Bóka förðun og hárgreiðslu.
 • Panta hringana tvo.

3 MÁNUÐIR TIL STEFNU

 • Fara í matar- og vínsmakk og panta brúðartertu.
 • Panta og/eða hanna boðskortin.
 • Velja undirföt, sokkabuxur og smáatriðin varðandi lúkkið.
 • Velja í brúðkaupsgjafalistan.
 • Athuga með aðstæður á veislustað: þarf hljóðkerfi, stóla og slíkt. 

2 MÁNUÐIR TIL STEFNU

 • Senda út boðskortin.
 • Fara í prufu hjá hárgreiðslu- og förðunarsérfræðingunum.
 • Velja lag fyrir fyrsta dansinn og læra rútínu.
 • Panta brúðarbíl og ákveða skreytingar á bílinn.

1 MÁNUÐUR TIL STEFNU

 • Fá vottorð um hjúskaparstöðu frá Þjóðskrá.
 • Lokamátun á dressinu með skóm og öllu. Nú skal ganga til skó sem eru nýjir.
 • Setja niður sætaskipan, útbúa miða og númera borðin.
 • Ítreka boð við gesti og fá mætinguna á hreint.
 • Eru hringarnir á sínum stað?
 • Hóa saman í lið sem mun hjálpa við skreytingar og önnur atriði sem þú munt ekki geta sinnt á brúðkaupsdaginn.

1-2 VIKUR TIL STEFNU

 • Taka saman farangur fyrir brúðkaupsferðina.
 • Borga reikninga og annað sem ekki ætti að valda ykkur áhyggjum á brúðkaupsdaginn.
 • Útvega gestabók.
 • Setja smáhluti eins og verkjatöflur, plástra, glært naglalakk, naglaþjöl, túrtappa, spennur, saumadót og annað í snyrtitösku sem gæti bjargað ykkur við smá óhöpp á stóra deginum.

DAGINN ÁÐUR

 • Sjá til þess að allt sé smollið saman í veislusalnum og hjálparhendur séu að vinna sitt verk.
 • Nú er tími fyrir naglasnyrtingu, fótsnyrtingu og smávægilegt dekur.
 • Engin brúnkukrem, háreyðingar eða tannhvíttanir núna!
 • Ákveða #myllumerki fyrir samfélagsmiðla.
 • Fara snemma að sofa.

STÓRI DAGURINN

 • Sjá til þess að brúðarvöndurinn, blóm í hnappagötin og annað séu sótt.
 • Biðja einhvern að standa vörð um veisluborðið og alltaf sé vel skenkt og að gjafirnar skili sér heim til ykkar að degi loknum.
 • Brosa og anda djúpt!

... Og alls, alls ekki gleyma að huga að skreytingum fyrir veisluhöldin! Við mælum með glærum blöðrum í loftið og nóg af þeim, sætum pappírslengjum og svo er kögrið okkar ómissandi bakgrunnur fyrir gestamyndatökurnar. Annars óskum við tilvonandi brúðhjónum góðs gengis við undirbúningin og til lukku með hvort annað.


Deila með vinum