Skreytt með númerablöðrum

Skreytt með númerablöðrum

Það virðist ekkert afmæli vera fullkomnað nema með risa númerablöðrum um þessar mundir. Talan blasir við þegar komið er í veislurýmið, hvort sem er í heimahúsi eða í sal svo aldurinn ætti ekki að fara framhjá neinum. Við höfum afgreitt númerablöðrurnar frá eins árs upp í níræðisafmæli og fer því ekki á milli mála að fólk á öllum aldri fílar slíkar blöðruskreytingar. En það þarf þó ekki að nema staðar þar, því það er hægt að nota risatölurnar til annarra tækifæra, svo sem áramót eða númer á veisluborð við sætaskipan.

En hvernig má stílisera veisluna með númerablöðrunum? Hér höfum við tekið saman nokkrar góðar hugmyndir fyrir veisluskreytingar þar sem númerablöðrurnar fá að njóta sín. 

 

 

Hér getið þið pantað blöðrurnar í gull eða silfur, svo er náttúrulega möst að taka instagram mynd með risanúmerunum (taggið okkur endilega #PippaRVK).