Myndaveggur

Myndaveggur

Á að splæsa í myndavegg fyrir áramótateitið? Það er svoleiðis hægt að poppa upp glamúrvegginn með sniðugum aðferðum. Hér er til dæmis notuð þrjú sett af hengjum og klippt til svo að skemmtilegt munstur myndast. Þetta er sniðugt og jafnframt auðvelt föndur til að sýnast aðeins lengra komin í partíhaldi en hinir!

Myndaveggur áramótaskraut áramót og flugeldar

Það hefur sýnt sig og sannað að svokölluð Photo Booth rífa upp stemninguna í partíunum og virðist ekkert lát á vinsældum þessari snilld. Hér eru skemmtilegar vörur sem við mælum með í áramótamyndavegginn í ár. 

kampavín áramót og flugeldar

Það verða eflaust nokkrar flöskur af kampavíni opnaðar við hátíðarhöldin og er þá þessi risaflaska ásamt glasi skemmtileg viðbót í veisluna. Það má grínast og gantast með þessar blöðrur á myndunum.

leikmunir props photobooth

Leikmunir sem þessir færa líf í myndirnar frá veislunni og mælum við með því að kíkja á úrvalið af hinum ýmsu leikmunum á síðunni okkar. Við viljum endilega sjá myndir úr veislunni ykkar undir myllumerkinu #PippaRvk. 

2018 áramót

Við eigum nóg af gull-, silfur- og glansblöðrum og er algerlega ómissandi að hafa mikið af blöðrum í alvörupartíum. Stóru tölublöðrurnar okkar eru til í bæði gull og silfur og er gaman að telja niður í nýtt ár með risastóru ártali, glansandi í bakgrunn.

Við vonum að þið eigið ánægjuleg áramót í trylltu partíi.