Partíbúðin Pippa

Partíbúðin Pippa

Þá er búið að blása í blöðrurnar, hengja upp skrautið og Billie Holiday hljómar á fóninum ... en hvar er allt fólkið?

Nú loksins fær partýbúðin Pippa að líta dagsins ljós eftir mikla tilhlökkun og hefur hún það að markmiði að setja punktinn yfir i-ið þegar kemur að fallegum og sérstökum veisluskreytingum. Pippa er í óða önn að bæta við vöruúrvalið svo það er von á enn fleiri dásamlegum vörum. Það verður úr nægu að velja þegar kemur að skreytingum fyrir brúðkaup, afmæli, barnaveislur, grillveislurnar í sumar ... 

En nú eru jólin og nýtt ár handan við hornið og hvað er meira viðeigandi en að opna partíverslun á áramótunum? 

En þangað til næst og endilega fylgist með okkur hér, það verður af ýmsu að taka á þessu partíbloggi þegar líður á.

Gleðilega hátíð kæru vinir,

Pippa