Hátíðarborð Pippu

Pippa lagði á borð á dögunum fyrir Sunnudagsmoggann, þar var smellt af myndum og viðtal tekið við einn af meðlimum Pipputeymisins. Hugmyndin var að skapa huggulega en hráa jólastemningu sem flestir ættu að geta tileinkað sér. Uppstillingin var lítil og krúttleg og hentar lítilli fjölskyldu eða litlum hóp vina. Það er svo skemmtilegt að vanda sig við það að raða fallega á borð og skapa ógleymanlega stemningu.

Við erum ofsalega hrifin af jólavörunum okkar í ár og létum við þær fá að njóta sín á meðal gullfallegra muna. Hér sjáið þið nokkrar myndir af huggulegheitunum. 

Svarta stellið er úr versluninni Hyalin sem er ótrúlega falleg frönsk sælkeraverslun á Hverfisgötunni. Stellið er handgert og er frá franska merkinu Les Guimards.

confetti konfettí, jólaskraut

Lítið og vandað jóla-confettí má strá yfir veisluborðið, það gerir svo sannarlega mikið fyrir stemninguna. 

Rauðu servíetturnar hafa svoleiðis rokið út á aðventunni. Enn eru nokkrir pakkar eftir af öllum gullfallegu jólaservíettunum okkar.

Það er enn séns að panta af www.pippa.is og fá sent heim fyrir jól ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu. Pantanir á höfuðborgarsvæðinu eru keyrðar út i dag 22. des og á morgun, Þorláksmessu. 

Einnig viljum við minna á að gott úrval af vörum frá Pippu er að finna í versluninni Akureyri Collection sem er á Gránufélagsgötu 4, Akureyri. 

 


Deila með vinum