

Nú getur þú gert þína eigin fánalengju! Með von um ánægjulega helgi og hrikalegri hrekkjavöku þá er hér fánalengja handa ykkur til niðurhals. Í skjalinu leynist svo afsláttarkóði sem gildir út 4 nóvember.
Það eina sem þú þarft að gera er að smella á linkinn hér fyrir neðan og hlaða niður skjalinu, stelast í prentara og klippa fánana út. Taggið svo endilega hrekkjavökumyndirnar ykkar með myllumerkjunum #Hallóvín og #Pipparvk, því við erum gasalega spenntar að sjá.
Góða skemmtun!