Áramótaborð

Að undirbúa áramótateiti er eitt af því skemmtilegasta sem hægt er að fást við svona almennt í partídeildinni. Við þetta tækifæri er gjarnan farið alla leið þegar skreyta á fyrir veislu og er óneitanlega mikið ævintýri að snæða saman við mikið skreytt borð. Þegar gestum hefur verið boðið er gott að byrja snemma að skipuleggja hátíðarborðið þar sem stór hluti af kvöldinu og skemtuninni fer fram. Ef borðið er hátíðlegt og skrautlegt er varla hægt að klúðra veislunni og stemninginn verður svo sannarlega eftirminnileg.

Hús og Híbýli áramótapartý áramót flugeldar partývörur

Pippa lagði á borð fyrir hátíðarblað Húsa og Híbýla fyrir stuttu og var útkoman svona hrikalega skemmtileg. Hér gefur að líta sýnishorn af því sem sást í blaðinu. Við vonumst til myndirnar veiti sem flestum andagift til að leggja fallega á borð fyrir áramótaveisluna. Hugmyndin á bakvið þetta veisluborð var að skapa örlítið Kitsch-andrúmsloft og blanda saman gull og smá pastel-litum. Það kemur skemmtilega út að nota klassíska áramótaliti eins og svart og gull og blanda við pastel-bleikan eða grænan. Hér gildir reglan meira er svo sannarlega meira eða; More is more.

Gullkögrin okkar hafa slegið í gegn og eru nánast ómissandi hlutur í nútímaveislum, það sama má segja með gullhjörtun sem við höfum séð vera stungin í hina ýmsu hluti.

áramótaborð borðhald veisluhugmyndir hús og híbýli

Það hefur verið hefð fyrir andlitsgrímum um áramót og eru þessir hefðarkettir skemmtilegir sem borðskraut sem fikta má í. Einnig eru grímurnar skemmtilegar þegar það á að stilla upp fyrir mynd í Photo Booth.

Skífurnar á veggnum eru skemmtileg viðbót í veisluna og má brjóta þessar saman aftur og endurnota í næsta partíi, þessar koma þrjár saman í pakka.

Andlitsgríma grímur áramótagrímur áramótapartý

Servíetturnar frá okkur eru allar einstaklega vandaðar og skemmtilegar og hér eru tvær gerðir settar saman. Það má nota þær sem forrétta - og aðalréttaservíettur. 

kögur gullhengi konfettí og blöðrur fyrir áramótapartýið - flugeldar

Við óskum ykkur öllum farsældar á nýju ári og hlökkum til að taka þátt í partíundirbúningi ykkar flestra á komandi ári. Munið að fylgja okkur á Instagram og facebook til að fá reglulegar hugmyndir og ekki síst til að fylgjast með tilboðum á okkar þrusuflottu vörum.