News

Áramótaborð

Að undirbúa áramótateiti er eitt af því skemmtilegasta sem hægt er að fást við svona almennt í partídeildinni. Við þetta tækifæri er gjarnan farið alla leið þegar skreyta á fyrir veislu og er óneitanlega mikið ævintýri að snæða saman við mikið skreytt borð. Þegar gestum hefur verið boðið er gott að byrja snemma að skipuleggja hátíðarborðið þar sem stór hluti af kvöldinu og skemtuninni fer fram. Ef borðið er hátíðlegt og skrautlegt er varla hægt að klúðra veislunni og stemninginn verður svo sannarlega eftirminnileg.

Hús og Híbýli áramótapartý áramót flugeldar partývörur

Pippa lagði á borð fyrir hátíðarblað Húsa...


Myndaveggur

Myndaveggur

Það hefur sýnt sig og sannað að svokölluð Photo Booth rífa upp stemninguna í partíunum og virðist ekkert lát á vinsældum þessari snilld. Hér eru skemmtilegar vörur sem við mælum með í áramótamyndavegginn í ár. 

Hátíðarborð Pippu

Hátíðarborð Pippu

Pippa lagði á borð á dögunum fyrir Sunnudagsmoggann. Hugmyndin var að skapa huggulega en hráa jólastemningu sem flestir ættu að geta tileinkað sér.

Við erum ofsalega hrifin af jólavörunum okkar í ár og létum við þær fá að njóta sín á meðal gullfallegra muna. Hér sjáið þið nokkrar myndir af huggulegheitunum. 


Sendingar um Hátíðarnar

Hér er aðeins um afhendingu sendinga á jólum og fyrir áramót.

Pippubíllinn verður á ferðinni með sendingar út 23. des svo að allar pantanir á Höfuðborgarsvæðinu komist í hús fyrir jólin.

Sömuleiðis verður Pippubíllinn á ferð og flugi á Höfuðborgarsvæðinu vikuna fyrir áramót, eða frá 27. des til hádegis á Gamlársdag. 

Fyrir sendingar út á land er gott að vera búin að panta eigi síðar en 27. desember. til að það náist fyrir áramót.

Ekki hika við að hafa samband við okkur um aðra sendingarmáta eða ef einhverjar spurningar vakna. En annars hafið það gott og...


Hallóvín!

Partíbúðin Pippa
Halló vín! Fánaborði Hrekkjavaka Partíbúðin Pippa

Nú getur þú gert þína eigin fánalengju! Með von um ánægjulega helgi og hrikalegri hrekkjavöku þá er hér fánalengja handa ykkur til niðurhals. Í skjalinu leynist svo afsláttarkóði sem gildir út 4 nóvember.

Það eina sem þú þarft að gera er að smella á linkinn hér fyrir neðan og hlaða niður skjalinu, stelast í prentara og klippa fánana út. Taggið svo endilega hrekkjavökumyndirnar ykkar með myllumerkjunum #Hallóvín og #Pipparvk, því við erum gasalega spenntar að sjá.

 

Lesa meira →